Fréttir | 18. feb. 2017

Kiwanis

Forseti Íslands og forsetafrú voru viðstödd þegar Kiwanishreyfingin afhenti veglega styrki til velferðarmála. Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) voru veittar 9,5 milljónir króna. Sömu upphæð hlaut Pieta, nýleg samtök sem aðstoða fólk sem glímir við sjálfsvígshugsanir og sjálfsskaða. Forseti Íslands var verndari landssöfnunarinnar. Við sama tækifæri fengu aðalstyrktaraðilar hennar, Byko, Olís og Samskip, viðurkenningarskjöld fyrir stuðning sinn.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar