Fréttir | 16. feb. 2017

Kaka ársins

Eliza Reid tekur á móti köku ársins á Bessastöðum. Ár hvert stendur Landssamband bakarameistara að vali á köku ársins. Í ár hreppti hnossið Davíð Arnórsson, bakari hjá kaffihúsinu og bakaríinu Stofan bakhús í Vestmannaeyjum. Sigurkaka hans er lagskipt, með möndlukókosbotni, hindberjahlaupi, skyrfrómas og öðru góðgæti. Forsetahjónin gæddu sér á köku sigurvegarans Davíðs ásamt Degi syni hans og fulltrúum frá Landssambandi bakarameistara. Sala á kökunni hefst á morgun.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar