Fréttir | 13. feb. 2017

Þorskastríðin

Forseti Íslands á fund um ritun á sögu þorskastríðanna á áttunda áratugi síðustu aldar. Fundinn sátu Kristján Ragnarsson og Þorsteinn Pálsson fyrir hönd sjóðs til ritunar á sögu landhelgismálsins, Flosi Þorgeirsson sagnfræðingur sem hefur tekið að sér ritun verksins og Hrefna Róbertsdóttir forseti Sögufélags sem mun gefa verkið út í fyllingu tímans. Flosi mun hafa fullan aðgang að þeim heimildum um þessa merku þjóðarsögu sem forseti hefur aflað í áraraðir.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar