Fréttir | 17. mars 2018

Litháíski móðurmálsskólinn

Forseti kynnir sér starfsemi Litháíska móðurmálsskólans sem Félag Litháa á Íslandi rekur í Fellaskóla í Reykjavík. Í skólanum læra börn, sem eru af litháísku bergi brotin, móðurmál sitt og fræðast um sögu Litháens og menningu. Á Íslandi búa nú á þriðja þúsund manns með litháískt ríkisfang, auðga samfélagið og læra íslensku en halda jafnframt í litháíska siði, venjur og tungu.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar