Fréttir | 16. feb. 2018

Hátíð í Litháen

Forseti sækir hátíðarhöld í Vilníus, höfuðborg Litháens, í tilefni þess að öld er í dag liðin síðan Litháar lýstu yfir sjálfstæði. Forseti sótti hátíðarmessu í dómkirkju borgarinnar og tónleika í óperuhúsi Litháa. Auk forseta Íslands sækja viðburðinn forsetar flestra grannríkja Litháens og má þar nefna Lettland, Eistland, Finnland, Þýskaland, Pólland og Úkraínu auk forseta Georgíu. Þá voru Viktoría, krónprinsessa Svíþjóðar, og Daníel prins viðstödd hátíðahöldin.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar