Fréttir | 03. okt. 2017

Áfengissýki

Forseti á fund með Nora Volkow, forstjóra NIDA, rannsóknarstofnunar bandarískra stjórnvalda á svið fíknar, áfengissýki og lyfjamisnotkunar. Volkow tekur þátt í ráðstefnu SÁÁ sem boðað er til í tilefni 40 ára afmælis samtakanna. Á fundi forseta og Volkow var meðal annars rætt um erfðarannsóknir, áfengissýki og aðra fíkn, og mögulegt samstarf í þeim efnum. Fundinn sátu einnig Þóra Björnsdóttir hjúkrunarforstjóri og Valgerður Rúnarsdóttir forstjóri Sjúkrahússins Vogs.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar