Fréttir | 30. sep. 2017

Sjósund

Forseti tekur á móti sundköppum. Hópur vaskra kvenna og karla lagðist til sunds frá Ægisíðuvör í Reykjavík og þreytti boðsund yfir til Álftaness, í öruggri fylgd félaga úr Björgunarsveit Ársæls og lögreglunni. Hópurinn var rúma klukkustund á leiðinni og þegar nálgaðist nesið synti forseti á móti fólkinu og tók síðasta spölinn með þeim til lands. Í hópnum voru meðal annarra Sigrún Þuríður Geirsdóttir og Benedikt Hjartarson sem hafa synt yfir Ermarsund. Benedikt Lafleur var einnig meðal sundkappanna, hafði forgöngu um sundið og afhenti forseta að því loknu meistararitgerð sína um heilsugildi sjósunds og möguleika í íslenskri ferðaþjónustu. Þess má líka geta til gamans að Eyjólfur Jónsson sundkappi synti þessi leið reglulega þegar hann fór að stunda sjósund á stríðsárunum.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar