Fréttir | 25. nóv. 2017

Ratleiksverðlaun

Forseti afhendir á Bessastöðum verðlaun í ratleiknum sem efnt var til á Forvarnardaginn í haust. Sex ungmenni fengu verðlaun í þetta sinn. Bakhjarl Forvarnardagsins er lyfjafyrirtækið Actavis og flutti Valur Einarsson, framkvæmdastjóri Medis, ávarp fyrir hönd þess. Einnig voru viðstaddir fulltrúar aðila sem standa að verkefninu en það eru ÍSÍ, Rannsóknir og greining, Reykjavíkurborg, Samband sveitarfélaga, Skátarnir og UMFÍ. Í ávarpi minnti forseti á gildi þess fyrir ungt fólk að njóta lífsins án fíkniefna; einnig þakkaði hann þeim sem unnið hafa með embætti forseta að þessu verkefni á liðnum árum.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar