Fréttir | 24. nóv. 2017

Að skilja vilja

Forseti sækir fyrirlestur dr. Joanne Watson talmeinafræðings á ráðstefnu réttindavaktar Velferðarráðuneytisins, „Að skilja vilja og vilja skilja“. Á ráðstefnunni var sjónum beint að leiðum til að skilja óskir og þarfir fatlaðs fólks sem á erfitt með að tjá sig á hefðbundinn hátt. Watson kennir við Deakin-háskóla í Ástralíu og er með þekktasta fræðafólki á þessu sviði. Ráðstefnan er haldin í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Háskóla Íslands, Öryrkjabandalag Íslands og Landssamtökin Þroskahjálp. Að henni lokinni átti forseti fund með Watson og fylgdarliði. Í dag er Fyrirmyndardagurinn sem Vinnumálastofnun stendur að. Þá geta fyrirtæki og stofnanir boðið fólki með skerta starfsgetu að vera gestastarfsmenn í einn dag eða hluta úr degi. Embætti forseta Íslands tók þátt í því merka framtaki.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar