Fréttir | 24. ágú. 2017

Nýr sendiherra Sádi-Arabíu

Forseti á fund með nýjum sendiherra Sádi-Arabíu, hr. Abdulaziz H.F. Al Zaid, sem afhenti trúnaðarbréf á Bessastöðum. Rætt var um möguleika á samstarfi ríkjanna í orkumálum og nýtingu jarðhita til kælingar og um hugsanlegan útflutning á íslensku lambakjöti til Sádi-Arabíu. Loks var rætt um stöðu mála í Miðausturlöndum og mögulegar leiðir til friðar á þeim slóðum.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar