Fréttir | 16. ágú. 2017

Norræna sagnfræðingaþingið

Forseti flytur opnunarfyrirlestur á Norræna sagnfræðingaþinginu sem haldið er í Álaborg í Danmörku. Í máli sínu vék forseti meðal annars að sambandi sagnfræði og ættjarðarástar eða þjóðernishyggju, mikilvægi þess að kunna og segja skil á réttu og röngu í samfélagi samtímans þar sem "gervifréttir" komast gjarnan á kreik. Þá ræddi forseti um mikilvægi þess að sagnfræðingar miðluðu rannsóknum sínum til almennings. Að erindi loknu svaraði forseti spurningum áheyrenda. Bo Lidegaard, frv. aðalritstjóri Politiken, stýrði viðburðinum og má hlýða á hann og heyra hér.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar