Fréttir | 08. ágú. 2017

Yamal-Nenets

Forseti tekur á móti sendinefnd frá sjálfstjórnarhéraðinu Yamal-Nenets sem stödd er hér á landi. Fulltrúar héraðsins munu heimsækja fyrirtæki og stofnanir og leita leiða til að efla tengsl við Íslendinga á sviði viðskipta, iðnaðar, náttúruverndar, menningar og mennta. Á fundi með forseta var rætt um samfélagsmál í Yamal-Nenets, málefni norðurslóða, siglingaleiðir þar nyrðra, hlýnun jarðar og áskoranir í náttúruverndarmálum, þar á meðal þau álitamál sem hafa vaknað við hina umfangsmiklu vinnslu jarðgass í héraðinu.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar