Fréttir | 25. apr. 2017

Íslensku þekkingarverðlaunin

Forseti afhendir Íslensku þekkingarverðlaunin við hátíðlega athöfn á Fosshótel Reykjavík. Þrjú fyrirtæki voru tilnefnd til verðlaunanna: Norðursigling, Bláa lónið og Íslenskir fjallaleiðsögumenn. Þema verðlaunanna að þessu sinni var "Fagmennska og færni í ferðaþjónustu". Það var Bláa lónið sem hlaut verðlaunin. Einnig var Sölvi Blöndal, sérfræðingur hjá Gamma, heiðraður sem viðskiptafræðingur/hagfræðingur ársins. Það er Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga sem stendur að Íslensku þekkingarverðlaununum.

 

 

 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar