• Forseti afhendir verðlaun í sundi.
  • Forseti afhendir verðlaun í sundi.
  • Forseti afhendir verðlaun í sundi.
Fréttir | 09. apr. 2017

Ásgeirsbikarinn

Forseti Íslands afhendir Ásgeirsbikarinn á Íslandsmótinu í sundi, auk annarra verðlauna. Mótið var í Laugardalslaug um helgina. Ásgeirsbikarinn var fyrst afhentur árið 2008 en hann er veittur til minningar um Ásgeir Ásgeirsson, forseta Íslands 1952‒1968. Ásgeir var mikill sundmaður og daglegur gestur í laugunum um árabil. Ásgeirsbikarinn, sem er veittur fyrir besta afrek á Íslandsmótinu samkvæmt stigatöflu alþjóðasundsambandsins kom í stað Pálsbikarsins sem Ásgeir forseti gaf til minningar um Pál sundkappa Erlingsson árið 1958.

Ásgeirsbikarinn í ár hlaut Hrafnhildur Lúthersdóttir. Hún vann til átta gullverðlauna á mótinu. Hrafnhildur fékk einnig Kolbrúnarbikarinn fyrir besta afrek kvenna milli Íslandsmeistaramóta og Sigurðarbikarinn fyrir besta bringusundsafrek á Íslands mótinu. Þá hlaut Jakob Jóhann Sveinsson Pétursbikarinn fyrir besta afrek karla milli Íslandsmóta.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar