• Forseti setur forvarnardaga hjá Norðlingum.
  • Forseti setur forvarnardaga hjá Norðlingum.
  • Forseti setur forvarnardaga hjá Norðlingum.
  • Forseti setur forvarnardaga hjá Norðlingum.
Fréttir | 14. mars 2017

Norðlingaskóli

Forseti Íslands setur forvarnardaga í Norðlingaskóla í Reykjavík. Í stuttu ávarpi minnti forseti á mikilvægi forvarna og ræddi líka um sjálfstraust, umburðarlyndi og samstöðu sem lykil að hamingju og velgengni á skólaárunum. Í október síðastliðnum tók forseti þátt í forvarnardeginum og flutti þá ákall til unglinga sem má sjá hér. Í því myndbandi létu þjóðkunnir einstaklingar, Jón söngvari Jónsson, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og fleiri, ljós sitt skína.

 

Forseti kynnti sér síðan hinar ýmsu starfs- og kynningarstöðvar sem voru settar upp í Norðlingaskóla í tilefni dagsins. Því verki stýrðu kennarar, skólaliðar, starfsfólk þjónustumiðstöðvar, starfsfólk frá félagsmiðstöðinni Holtinu, fulltrúar foreldrafélagsins og ýmsir gestir sem vinna að forvarnarmálum barna og ungmenna.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar