Fréttir | 06. feb. 2017

Orðsporið

Forseti Íslands afhendir hvatningarverðlaunin Orðsporið á degi leikskólans sem haldinn er í dag. Í ár voru verðlaunin veitt hvatningarátakinu Framtíðarstarfið sem er ætlað að efla jákvæða ímynd leikskóla, hækka menntunarstig starfsmanna þeirra og fjölga þeim sem leggja fyrir sig leikskólakennarafræði. Að átakinu standa Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Kennaradeild Háskólans á Akureyri, Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda leikskóla, Samband íslenskra sveitarfélaga og mennta- og menningarmálaráðuneytið. Verðlaunin voru afhent í leikskólanum Hofi í Reykjavík og tóku krakkar þar virkan þátt í athöfninni með söng og fyrirspurnum til forseta um allt milli himins og jarðar.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar