Fréttir | 01. jan. 2017

Nýir fálkaorðuhafar

Forseti veitir fálkaorðuna við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á nýársdag. Hér má sjá lista yfir hina nýja fálkaorðuhafa sem voru tólf talsins.

Nýju orðuhafarnir eru þessir:

  1. Benóný Ásgrímsson fyrrverandi þyrluflugstjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir björgunarstörf og framlag til íslenskra flugmála.
  2. Björn G. Björnsson leikmynda- og sýningahönnuður, Reykjavík, riddarakross fyrir frumherjastörf á vettvangi íslensks sjónvarps og framlag til íslenskrar safnamenningar.
  3. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskra málvísinda og forystu á sviði máltækni.
  4. Gerður Guðmundsdóttir Bjarklind fyrrverandi útvarpsmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir störf á vettvangi hljóðvarps.
  5. Gunnhildur Óskarsdóttir dósent og formaður Styrktarfélagsins Göngum saman, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til stuðnings krabbameinsrannsóknum og til heilsueflingar.
  6. Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri og forseti Bandalags íslenskra listamanna, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til leiklistar og störf í þágu íslenskra listamanna.
  7. Peggy Oliver Helgason iðjuþjálfi, Reykjavík, riddarakross fyrir störf að málefnum veikra barna á Íslandi
  8. Ragnar Kjartansson myndlistarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar og alþjóðlegrar myndlistar.
  9. Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar húsagerðarlistar.
  10. Sigurður Pálsson rithöfundur, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskra bókmennta og menningar.
  11. Þorbjörg Arnórsdóttir forstöðumaður, Hala II í Suðursveit, riddarakross fyrir menningarstarf í heimabyggð.
  12. Þór Jakobsson veðurfræðingur, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag á sviði umhverfisvísinda og til miðlunar þekkingar.
Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar