Fréttir
|
15. nóv. 2016
Þjóðarátak gegn mergæxli
Forseti ýtir úr vör þjóðarátaki gegn mergæxli. Forseti staðfesti þátttöku sínu í átakinu, einni viðamestu vísindarannsókn sem ráðist hefur verið í hér á landi. Með henni verður kannaður mögulegur ávinningur þess að skima fyrir forstigi mergæxlis. Rannsóknin er á vegum Háskóla Íslands, Krabbameinsfélags Íslands og Landspítala Íslands. Mergæxli er krabbamein í beinmerg og einkenna verður sjaldnast vart fyrr en sjúkdómurinn hefur haft alvarleg áhrif á heilsu fólks. Mynd.