Fréttir | 13. okt. 2016

Norrænir útvarpsstjórar

Forseti býður norrænum útvarpsstjórum og fylgdarliði til móttöku. Útvarpsstjórarnir komu hingað til lands til reglubundins fundar um sameiginleg málefni og hvers kyns samvinnu. Í ávarpi minnti forseti á hið mikla sameiningarhlutverk sem ríkisútvarp og sjónvarp hefði gegnt á Íslandi á árum áður þegar aðrir ljósvakamiðlar voru ekki í boði. Þótt nú sé tíðin önnur geti ríkisrekinn ljósvakamiðill enn sinnt ríkum skyldum og sameinað fólk við skjá eða viðtæki. Það komi til dæmis glögglega í ljós við íþróttaviðburði eða þegar náttúruhamfarir dynji yfir. Mynd.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar