Fréttir | 11. okt. 2016

Málþing um leiðtogafundinn 1986

Forseti flytur fyrirlestur á málþingi Alþjóða friðarstofnunarinnar, International Peace Institute, í tilefni þess að liðnir eru þrír áratugir frá leiðtogafundi Mikhaíls Gorbatsjovs og Ronalds Reagans í Höfða. Fyrirlestur forseta nefndist "The 'neutral' nation between East and West. Iceland in the era of the Reykjavík summit." Byggði forseti á gögnum um samskipti Íslands og Bandaríkjanna og annarra aðildarríkja NATO sem hann aflaði á árum áður í skjalasöfnum Bandaríkjaforseta og víðar.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar