Fréttir | 11. okt. 2016

Landpóstur til Ísafjarðar

Forseti tekur á móti Einari Skúlasyni sem gengur senn landveg frá Reykjavík til Ísafjarðar með ýmis bréf í farteskinu, meðal annars kveðju forseta til Ísfirðinga, en í ár fagnar Ísafjarðarbær 150 ára afmæli. Með göngunni heldur Einar á loft minningu landpóstanna sem gegndu á sínum tíma lykilhlutverki í samskipta- og menningarsögu landsins. Hægt verður að fylgjast með ferð Einars Skúlasonar í fótspor landpósta á þessari slóð: https://www.facebook.com/postleidin/.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar