Fréttir | 20. sep. 2016

Rektor Háskóla Íslands

Forseti á fund með Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands og formanni verkefnisstjórnar samstarfs opinberu háskólanna fjögurra á Íslandi. Rætt var um mikilvægi alþjóðlegra samskipta á háskólastigi og leiðir til að auka þau enn frekar, til dæmis á sviði jarðvísinda og miðaldafræða. Auk þess var minnst á nauðsyn þess að viðhalda kennslu í íslensku og íslenskum fræðum sem víðast ytra og fjallað um fjárhagsvanda Háskóla Íslands.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar